Krækiiyng (Empetrum nigrum)Krækiber hafa ekkert kjöt svo þau eru best í saftir. Þau eru bara skinn og lögur.

Krækiberjasaft – soðin eða hrá

1 l. krækiberjasaft
400 gr. sykur

Krækiberin eru hreinsuð, þvegin og pressuð í berjapressu. Saftin mæld og sykrinum blandað saman við. Vínsýran leyst upp í litlu heitu vatni og hrærð saman við. Saftin er ýmist höfð hrá eða soðin í 5-10 mín. Geymd á flöskum.

Krækiberjasaft

1 lítri krækiberjasafi
safi úr sítrónu
150-200 g. sykur
Setjið berjasafa, sítrónusafa og sykur í pott, látið sjóða vel upp. Kælið og setjið í mjólkurfernur, geymið í frysti.
Blandið saman við vatn eða sódavatn og notið til drykkjar.

Ljósmynd: Krækilyng, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
9. ágúst 2014
Tilvitnun:
Helga Sigurðardóttir „Krækiberjasaft“, Náttúran.is: 9. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2010/08/29/kraekiberjasaft/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. ágúst 2010
breytt: 9. ágúst 2014

Skilaboð: