Skráning er nú hafin á hin vinsælu ræktunarnámskeið sem Auður I. Ottesen og félagar hennar hjá Sumarhúsinu og garðinum hafa boðið upp á síðastliðin tvö ár . Á vormisseri 2011 verður boðið upp á námskeið í nytjajurtarækt og námskeið fyrir sumarhúsaeigendur og garðeigendur eins og síðstliðin ár og til viðbótar verður boðið upp á námskeið tengd arkitektúr og landslagsarkitektúr. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru þau Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur. Auk þeirra arkitektarnir Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson hjá Eon arkitektum og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt.

Fyrstu námskeið vorannar verða haldin í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar, Miðstöð símenntunar í Menntasetrinu við Lækinn.

Matjurtaræktun - þriðjud. 1. og 08.02 kl. 19:00-21:30
Ræktun ávaxtatrjáa - fimmt. 03. og 10.02 kl. 19:00-21:30.
Kryddjurtir - þriðjudag 08.02 kl. 17:00-18:30
Ræktun berjarunna - fimmtud. 10.02 kl. 17:00-18:30
Draumagarður 1 - 15.,16. og 17.02 kl. 19:00-21:00
Draumagarður 2 - 01., 02. og 03.03 kl. 19:00-21:00

Næstu námskeið á eftir þessum verða haldin á nýjum stað, í Laugatungu í Grasagarði Reykjavíkur, en það er fyrsta húsið til hægri við aðalinngang Grasagarðsins í Laugardal. Þetta er góður staður til námskeiðahalds og býður upp á marga möguleika til verklegrar kennslu, þar sem matjurtagarður Grasagarðsins er öðrum megin við húsið og kryddjurtagarðurinn hinum megin.

Matjurtaræktun - fimmtud. 17. og 24.02 kl. 19:00-21:30
Ræktun ávaxtatrjáa - þriðjud.15. og 22.02 kl. 19:00-21:30.
Kryddjurtir - fimmtudag 17.02 kl. 17:00-18:30
Ræktun berjarunna - þriðjud. 22.02 kl. 17:00-18:30
Skipulag og ræktun í sumarhúsalandi - miðv. 9. og 16.03 kl. 19:00-21:30
Einn, tveir og tré! - miðvikud. 90.03 kl. 17:00-18:30
Skjólmyndun í görðum - miðvikud. 16.03 kl. 17:00-18:30

Einnig verður boðið upp á námskeið á landsbyggðinni fyrir hópa, svo sem kvenfélög, garðyrkjufélög, sumarhúsafélög og aðra sem áhuga hafa.

Skráning á ofantalin námskeið er í síma 585-5860 eða á vefnum www.rit.is.

Ljósmynd: Úr Grasagarði Reykjavíkur.

Birt:
30. janúar 2011
Höfundur:
Auður I. Ottesen
Tilvitnun:
Auður I. Ottesen „Skráning hafin á ræktunarnámskeið Sumarhússins og garðsins“, Náttúran.is: 30. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/30/skraning-hafin-raektunarnamskeid-sumarhussins-og-g/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: