Ábyrgðarlaus túlkun Norðuráls
Samkvæmt túlkun Norðuráls á skuldbindingum Íslands gagnvart Kyoto-bókuninni mun losun koltvísýrings frá álverum á Íslandi við upphaf næsta skuldbindingartímabil Kyoto sem hefst 2013 verða mun meiri en skuldbindingar Íslands kveða á um.
Yfir tímabilið 2008 - 2012 fékk Ísland til úthlutunar samkvæmt íslenska undaný águákvæðinu 8 milljónir tonna af koltvísýringi vegna losunar frá stóriðju. Það er 1600 þúsund tonn á ári að meðaltali. Norðurál vill túlka heimildir Íslands þannig að svo fremi að álfyrirtæki haldi sig innan við 8 milljónir tonna af koltvísýringi yfir tímabilið 2008 - 2012 geti Norðurál og Alcoa bæði hafið starfsemi í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Samkvæmt þessari túlkun yrði árleg losun nær 2 milljónum tonna á ári í árslok 2012 en ekki 1600 þúsund líkt íslenska ákvæðið kveður á um.
Þessi túlkun Norðuráls stenst hvorki stefnu ríkisstjórnarinnar né skuldbindingar Íslands um að draga skuli úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 25 - 40% fyrir 2020.
Íslensk stjórnvöld væru ekki að semja í góðri trú ef þau túlkuðu stóriðjuákvæðið að hætti Norðuráls. Sjá hér að neðan niðurstöðu lögfræðiálits sem Roda Verhayen vann fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands árið 2006:
Túlkun Norðuráls lýsir ábyrgðarleysi fyrirtækisins gagnvart skuldindingum Íslands og til þess eins fallinn að réttlæta illa ígrunduð ummæli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag: "Mér skilst að það verði enn einfaldara eftir árið 2012 að útvega losunarkvóta. Það er því ekki rétt að valið standi á milli Helguvíkur eða Bakka við Húsavík ..“
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Ábyrgðarlaus túlkun Norðuráls“, Náttúran.is: 19. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/19/abyrgoarlaus-tulkun-norourals/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.