Samkvæmt túlkun Norðuráls á skuldbindingum Íslands gagnvart Kyoto-bókuninni mun losun koltvísýrings frá álverum á Íslandi við upphaf næsta skuldbindingartímabil Kyoto sem hefst 2013 verða mun meiri en skuldbindingar Íslands kveða á um.

Yfir tímabilið 2008 - 2012 fékk Ísland til úthlutunar samkvæmt íslenska undaný águákvæðinu 8 milljónir tonna af koltvísýringi vegna losunar frá stóriðju. Það er 1600 þúsund tonn á ári að meðaltali. Norðurál vill túlka heimildir Íslands þannig að svo fremi að álfyrirtæki haldi sig innan við 8 milljónir tonna af koltvísýringi yfir tímabilið 2008 - 2012 geti Norðurál og Alcoa bæði hafið starfsemi í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Samkvæmt þessari túlkun yrði árleg losun nær 2 milljónum tonna á ári í árslok 2012 en ekki 1600 þúsund líkt íslenska ákvæðið kveður á um.

Þessi túlkun Norðuráls stenst hvorki stefnu ríkisstjórnarinnar né skuldbindingar Íslands um að draga skuli úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 25 - 40% fyrir 2020.

Íslensk stjórnvöld væru ekki að semja í góðri trú ef þau túlkuðu stóriðjuákvæðið að hætti Norðuráls. Sjá hér að neðan niðurstöðu lögfræðiálits sem Roda Verhayen vann fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands árið 2006:

„Til að sinna skyldum sínum samkvæmt alþjóðalögum en þó einkum og sér í lagi samkvæmt ákvæði 14/CP.7, [íslenska ákvæðið] er Íslandi heimilt að nýta að fullu undaný águna um þær 8 miljónir tonna af CO2 sem veitt var og ber ekki skylda til að sækja um á ári hverju að fá til ráðstöfunar 1,6 miljónir tonna af CO2. Þrátt fyrir þetta getur ríkisstjórnin ekki sótt um að auka umfang verkefnisins og útblástur sem fellur undir þetta ákvæði með það fyrir augum að skapa óbreytt ástand (status quo) og heimila landi að undanskilja iðnaðinn frá reglugerð um útblástur. Slíkt myndi brjóta í bága við þá skyldu Íslands að draga úr útblæstri til lengri tíma litið. Ef Ísland reyndi að semja á ný um svipaðar undaný águr fyrir næsta samningstímabil myndi það ganga a svig við og vera andstætt skuldbindingum þess samkvæmt alþjóðalögum. Slíkt gæti einnig orðið efniviður í hugsanlega kröfu um ábyrgð ríkisins þar sem slíkt væri ekki í samræmi við að sýna kostgæfni við að hindra og lágmarka tjón af völdum loftlagsbreytinga." (Undirstrikanir eru okkar.)


Túlkun Norðuráls lýsir ábyrgðarleysi fyrirtækisins gagnvart skuldindingum Íslands og til þess eins fallinn að réttlæta illa ígrunduð ummæli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, í Morgunblaðinu s.l. fimmtudag: "Mér skilst að það verði enn einfaldara eftir árið 2012 að útvega losunarkvóta. Það er því ekki rétt að valið standi á milli Helguvíkur eða Bakka við Húsavík ..“

Birt:
19. mars 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Ábyrgðarlaus túlkun Norðuráls“, Náttúran.is: 19. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/19/abyrgoarlaus-tulkun-norourals/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: