Te
Te er sá drykkur sem hvað mest er drukkið af í heiminum á eftir vatni. Nokkrar af algengustu og vinsælustu tegundum heims eru unnar úr laufum af terunnanum Camellia Sinensis. Meðferð og vinnsla þeirra ákvarðar hvort teið flokkast sem svart, oolong, grænt eða hvítt.
Oolong-te
Oolong-te er lítið þekkt í Evrópu er neysla þess mest í Kína og Taívan. Telaufin eru einungis látin hálfgerjast áður en þau eru þurrkuð.
Grænt te
Framleiðsla græns tes er frábrugðin framleiðslu svarts tes og Oolong tes. Telaufin eru gufusoðin og þurrkuð fljótlega eftir að þau hafa verið tínd. Grænt te hefur verið mjög vinsælt á Vesturlöndum síðustu ár en Kínverjar hafa drukkið það frá fornu fari. Grænt te hefur verið notuð til lækninga, þunglyndis og einnig ýmissa sýkinga. Grænt te styrkir ónæmiskerfið og er ríkt af andoxunarefnum. Rannsóknir hafa gefið til kynna að með neyslu á grænu tei megi draga úr hættunni á krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig hefur það vatnslosandi áhrif.
Hvítt te
Hvíta teið þykir hafa yfirburði yfir hin tein. Tínsla laufanna fer fram á vorin - áður en þau hafa náð fullum þroska. Þar sem laufin eru enný á óþroskuð eru þau þakin örfínum hvítum þráðum eða hárum. Eftir tínslu eru laufin gufusoðin og því næst þurrkuð.
Hvítt te er dýrara en önnur te. Matreiðslumenn víða um heim eru farnir að nýta hvíta teið í matargerð vegna bragðsins. Bragð hvíts tes er sætt en hefur samt sem áður mildan kryddkeim. Talið er að hvíta teið sé þrisvar sinnum virkara en græna teið.
Úrval þessa tes er takmörkuð á Íslandi en Sigrún Vala Valgeirsdóttir hjá Feng Shui-húsinu flytur það inn og selur hvítt lífrænt te frá Gypsy. Þetta te fæst einnig í Fjarðarkaupum og Manni lifandi.
Upplýsingar úr grein Svanbjargar Helenu Jónsdóttur - Heilsublað Fréttablaðsins 11.8.05.
Mynd nr. 1 af vefnum teatimenashville.com
Mynd nr. 2 af vefnum about.com
Mynd nr. 3 af vefnum nbtea.co.uk
Mynd nr. 4 af vefnum savvy-spa.com
Mynd nr. 5 af vefnum dickcontino.com
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Te“, Náttúran.is: 1. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/01/te/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. október 2007