Orð dagsins 25. maí 2009

Skrifstofufólk í þjónustu bandarískra stjórnvalda hendir strax um 35% af öllum blöðum sem það prentar út. Fjárhagslegt tap hins opinbera vegna þessa er áætlað um 440 milljónir bandaríkjadala á ári, eða sem samsvarar um 55 milljörðum íslenskra króna. Meðalskrifstofumaðurinn prentar út 30 blaðsíður á dag eða um 7.200 bls. á ári. Það vekur hins vegar athygli, að þeir sem stunda fjarvinnu á eigin heimilum prenta aðeins út 12 blaðsíður á dag að meðaltali. Pappírssóun skrifstofumanna virðist svipuð í öllum aldursflokkum, sem stangast á við þá almennu skoðun að yngsta starfsfólkið sé meðvitaðra um umhverfismál en þeir sem komnir eru á miðjan aldur.
Lesið frétt GreenBiz.com 21. maí sl. 

Birt:
25. maí 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „35% af skrifstofupappír strax hent“, Náttúran.is: 25. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/04/35-af-skrifstofupappir-strax-hent/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júní 2009

Skilaboð: