Orð dagsins 8. maí 2008

Hætta er á að nokkrar tegundir hrægamma verði útdauðar í Asíu áður en áratugur er liðinn, en árlega fækkar einstaklingum sumra þessara tegunda um allt að 40%. Þessi mikla fækkun er rakin til þess að gammarnir hafi nærst á hræjum dýra, sem gefið hefur verið bólgueyðandi lyfið Diclofenac, sem að grunni til er það sama og Voltaren.

Lyfið eyðileggur ný ru gammanna, berist það í þá. Hrægammar njóta ekki mikilla vinsælda, en fækkun þeirra hefur þó ýmsar óheppilegar aukaverkanir. Á Indlandi hefur þessu m.a. fylgt mikil fjölgun villihunda, sem hafa svipaðan sess í fæðukeðjunni og gammarnir. Um leið hefur fjölgað tilfellum af hundaæði og öðrum sjúkdómum sem tengjast hundunum. Hræ liggja nú auk heldur lengur en áður á víðavangi, sem telst neikvætt frá heilbrigðissjónarmiði. Dþraverndunarsinnar segja að eina leiðin til að bjarga gömmunum sé að banna alfarið notkun Diclofenacs sem dýralyfs.
Lesið frétt EDIE 6. maí sl.

Birt:
8. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Hrægammar í útrýmingarhættu“, Náttúran.is: 8. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/09/hraegammar-i-utrymingarhaettu/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. maí 2008

Skilaboð: