Kolvetni
Samkvæmt manneldismarkmiðum er talið æskilegt að úr kolvetnum komi 50-60% af orkuþörf og að þar sé ekki meira en 10% úr viðbættum sykri. Helsta ástæða fyrir mikilvægi kolvetnanna er sú að frumur líkamans kjósa helst kolvetni í formi glúkósa sem orkugjafa.
Kolvetni er samheiti yfir margar sykrutegundir en er gjarnan skipt upp í 2 flokka, þ.e. einföld kolvetni (ein- og tvísykrur) og flókin kolvetni (fjölsykrur). Ein- og tvísykrurnar eru þrjár í hvorum hópi fyrir sig og finnast þær í hinum ýmsu matvælum (t.d. frúktósi í ávöxtum og galaktósi og laktósi (mjólkursykur) í mjólkurvörum).
Glúkósi er helsti orkugjafi líkamans og umbreytast aðrar kolvetnategundir í glúkósa í líkamanum. Glúkósi er einnig nefndur blóðsykur eða þrúgusykur. Fjölsykrutegundirnar eru sterkja og glþkógen. Báðar fjölsykrur samanstanda af hundruðum glúkósaeininga en munurinn liggur í því hvernig þær raðast saman. Glþkógenið myndar mjög greinótta keðju og finnst ekki í fæðu sem slíkt. Umframmagn glúkósa í blóði er hins vegar tekið upp í lifur og vöðva og geymt þar á formi glþkógens sem orkuforði til síðari nota. Þegar rætt er um sykur er oftast átt við tvísykruna súkrósa sem unnin hefur verið úr sykurrófum eða –reyr (einnig notað viðbættur sykur, unnin sykur og hvítur sykur).
Birt:
Tilvitnun:
Ástríður Sigurðardóttir „Kolvetni“, Náttúran.is: 24. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/24// [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. janúar 2008