Á vef Fuglaáhugamanna í Hornafirði fuglar.is segir að fyrstu kríurnar séu komnar til landsins, en 10-15 fuglar hafa sést við Ósland á Höfn. Það var Björn Arnarson sem sá fuglana. Fyrstu kríurnar sjást yfirleitt á bilinu 20.-22. apríl en meginn þorri fuglana kemur svo um mánaðarmótin apríl/maí.

Krían var einn þeirra fugla sem nefndur var sem mögulegur þjóðarfugl er Náttúran.is leitaði að tillögum hjá Jóhanni Óla Hilmarssyni fuglafræðingi og ljósmyndara fyrir tæpum tveimur árum síðan (sjá grein).

Jóhann Óli er höfundur ljósmyndar þeirrar sem hér birtist af kríu með sþli í gogginum.

Birt:
20. apríl 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fyrstu kríurnar komnar til Hafnar“, Náttúran.is: 20. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/20/fyrstu-kriurnar-komnar-til-hafnar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: