Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þróun umræðu um umhverfismál hér á landi á liðnum árum. Það andrúm sem myndaðist í umræðu t.a.m. um virkjun Kárahnjúka var mjög sérstakt. Ef vísindamenn komu með gangrýni eða veltu upp spurningum um framkvæmdina, hvort heldur á sviði efnahags, jarðvísinda eða félagsfræði reis upp samfélag hagsmunaaðila og vísindamanna sem tengdust þeim. Reynt var að gera lítið úr gagnrýni og helstu rökin gegn vísindalegum spurningum voru þau að viðkomandi hafi myndað sér skoðun á málinu. Það þótti hinvegar í lagi að vísindamenn lýstu yfir stuðningi við framkvæmdir. Sú skoðun og afstaða hreyfði ekki við hæfi þeirra. En ef menn efuðust, jafnvel án yfirlýstar skoðunar, voru þeir allt í einu vanhæfir. Þetta er líklega séríslensk akademía.

Nú þegar nokkuð er um liðið hefur komið í ljós að margt af því sem spurt var um hefur reynst á rökum reist og sannast, þá þegja menn þunnu hljóði.

Þessi skekkja í lýðræðislegri, upplýstri og upplýsandi akademískri umræðu heyrir vonandi sögunni til nú þegar Kárahnjúkar og bankahrunið hafa sýnt og sannað enn einn ganginn, að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og skoða mál af alvöru frá öllum hliðum.

Í alltof mörgum tilfellum hafa framkvæmdaaðilar og aðrir sem hafa fjárhagslega hagsmuni af verkum fengið að ráða umræðunni. Hafi menn efasemdir eru þeir vændir um að vera á móti framýróun og atvinnuuppbyggingu. Svo rammt hefur að þessu kveðið að stofnanir sem eiga að búa við fræðilegt frelsi hafa farið að samsamast þessum lobbþisma tekið undir í kórnum.
Nýjasta dæmið er líklega þegar Eva Benediktsdóttir, formaður  ráðgjafanefndar um erfðbreytta ræktun tók Gunnar Gunnarson einn nefndarmanna sérstaklega fyrir í kynningu og kallaði hann mótmælanda og andstæðing.

ORF hafði áður fengið jarðþtulögmann í að koma honum úr nefndinni vegna þess að hann hefur lýst yfir andstöðu sinni við ræktun erfðabreyttra lífvera utandyra á Íslandi. Margur hefði einmitt talið að í slíkri nefnd ættu sem flest sjónarmið að eiga fulltrúa. En skósveinar atvinnulífsins gengu víst meira svo langt að reyna að sveigja ákvörðun sitjandi ráðherra sem skipaði hafði Gunnar í nefndina.

Þetta er ekkert annað en árás á akademísk frelsi og upplýsta umræðu. Upplýsingin verður að vera frá öllum hliðum. Annars er hluti hennar í myrkri.

Atburðir liðinn ára kenna okkur vonandi að virða frelsi vísindamanna til að hafa skoðnir og til að tjá þær. Annars verðum við að breyta textum sagnfræðinnar og tala um þessa tíma sem hinar myrku síðmiðaldir.

Mynd: Kárahnjúkastífla í byggingu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
29. maí 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hæfi og vanhæfi, umræða um umhverfismál“, Náttúran.is: 29. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/28/haefi-og-vanhaefi-umraeoa-um-umhverfismal/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2009
breytt: 29. maí 2009

Skilaboð: