Heimilt að veiða fleiri hreindýr á næsta ári
Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákveðið að heimilt verði að veiða allt að 1.333 hreindýr á veiðitímabili komandi árs sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Að mati Náttúrustofu Austurlands mun veiði á þessum fjölda hreindýra ekki hafa áhrif á stærð hreindýrastofnsins. Náttúrustofan annast vöktun á stærð stofnsins. Tillagan hefur einnig hlotið umfjöllun hreindýraráðs.
Heimildin er veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðitíma hreindýra á næsta ári sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. Veiðikvóti þessa árs var 1.137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið 1.129 dýr. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um úthlutun og sölu heimilda til veiða á hreindýrum.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Heimilt að veiða fleiri hreindýr á næsta ári“, Náttúran.is: 4. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/03/heimilt-ao-veioa-fleiri-hreindyr-naesta-ari/ [Skoðað:2. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. desember 2007
breytt: 4. desember 2007