Þegar kaupa á sófasett er ráðlagt að velja sterka og endingargóða vöru. Sem kaupandi hefurðu rétt á að vita hvaðan efnið er sem sófinn er gerður úr og hvar og hvernig það er unnið, þ.e. áklæði, grind og fylling.

Athugaðu að áklæðið getur inihaldið eiturefni svo og leðurlíki sem getur innihaldið PVC. Forðastu að fjárfesta í regnskógarvið því það styður við eyðingu regnskóganna. Óþarfi ætti að vera að henda gömlum húsgögnum sem eru í fínu standi. Hægt er að fara með þau á endurvinnslustöðvar og þaðan fara þau í verslanir sem selja notaða vöru (t.d. Góða hirðinn). Athugaðu hvort að húsgögnin eru merkt með FSC merkinu sem þýðir að viðurinn kemur úr sjálfbærri skógrækt.

Birt:
March 27, 2007
Höfundur:
Náttúran
Tilvitnun:
Náttúran „Sófasettið “, Náttúran.is: March 27, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:Feb. 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 17, 2007

Messages: