Kúmenganga í Viðey
Í kvöld þriðjudaginn 14. ágúst verður haldin hin árlega „kúmenganga“ í Viðey. Upp úr miðri átjándu öld gerði Skúli Magnússon landfógeti ýmsar ræktunartilraunir í Viðey þ.á.m. með kúmen sem tókst afburðarvel. Í dag má sjá kúmen vaxa vítt og breytt um eyjuna.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í kúmengöngunni mæti í Sundahöfn við ferjuna út í Viðey kl. 19:15. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis en ferjutollur er 800 fyrir fullorðna og 400 fyrir börn. Gangan tekur um 2 kls. og lýkur með „kúmenkaffi“ að hætti Viðeyinga.
Þeir sem vilja uppskera kúmen til að taka með heim, taki með sér poka t.d. léreftspoka (gamalt koddaver er tilvalið) og skæri eða hníf til uppskerunnar.
Sjá hvað Hildur Hákonardóttir segir um kúmen í bók sinni Ætigarðurinn - Handbók grasnytjungsins .
Myndin er af kúmeni í Fljótshlíðinni. Myndin er tekin þ. 20. júlí og því viðbúandi að kúmenið nú sé mun þroskaðara og hvítu blómin horfin. Ljósmyn: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kúmenganga í Viðey“, Náttúran.is: 14. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/14/kmenganga-viey/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.