Ný samtök um náttúru og umhverfi að fæðast
Í dag var samþykkt að stofna SNUÞ samtök um náttúru og umhverfi í Þingeyjarsýslum á fjölmennum fundi á Húsavík. Samtökin verða siðan formlega stofnuð á aðalfundi sem boðað verður til á næstunni. Í undirbúningsnefnd voru skipaðir Hörður Sigurbjartsson, Sigurjón Benediktsson og Hnefill Jónsson.
Á fundinum flutti Edvard Guðnason frá Landsvirkjun og Jóhannes Hauksson frá Glitni erindi um aðkomu sinna fyrirtækja að nýtingu jarðvarma og framtíðarhorfum orkunýtingar í Þingeyjarsýslum. Loks steig Halldór Blöndal í ræðustól og flutti þrumandi ræðu um orku og atvinnumál. Fundurinn þótti fjörugur og skemmtilegur og sýna samstöðu og hug Þingeyinga þó segja megi að óvenjulegt sé að Landsvirkjun og Halldór Blöndal skuli vera frummælendur á stofnfundi náttúru- og umhverfisstamtaka. Áhugavert verður að fylgjast frekar með þessu félagi sem von er á.
Myndin er tekin hjá Skútustaðagígum. Ljósmynd: Árni Tryggvason.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný samtök um náttúru og umhverfi að fæðast“, Náttúran.is: 5. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/05/n-nttruverndarsamtk-fast/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. október 2007