Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 17. sinn dagana 7.-10. ágúst 2009.

Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Aðilar víðsvegar af landinu mun kynna og selja handverk sitt og hönnun.

Námskeið í tengslum við Handverkshátíðina í ár eru:

  • Horn og bein með Guðrúnu Steingrímsdóttur
  • Þráðarleggur með Oddný Magnúsdóttur
  • Þæfingarnámskeið fyrir börn 8-12 ára með Nönnu Eggertsdóttur
  • Taulitun með Procion MX litum frá Jacquard með Sveinu Björk Jóhannesdóttur
  • Tauþrykk með textíllitum frá Jacquard og Shiva paintstik litum með Sveinu Björk Jóhannesdóttur

Nánar um námskeiðin á vef hátiðarinnar handverkshatid.is.
Allar nánari upplýsingar gefur Dóróthea Jónsdóttir: dorothea@itn.is eða í síma 864-3633.

Mynd: Vattasaumur sýndur og útskýrður að Gásum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
21. júlí 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Handverkshátíðin Hrafnagili 2009“, Náttúran.is: 21. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/21/handverkshatioin-hrafnagili-2009/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: