Umsagnarfrestur framlengdur til 21. janúar
Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um náttúruvernd eru nú opin öllum til umsagnar og hefur umsagnarfrestur verið framlengdur til og með 21. janúar 2011. Til stóð að umsagnarfrestur yrði til 7. janúar en vegna fjölda óska hefur ráðuneytið ákveðið að framlengja hann eins og að framan greinir.
Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga.
Hægt er að nálgast tillögurnar og nánari umfjöllun um þær í eldri frétt á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.
Ljósmynd: Alaskalúpína, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
26. desember 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umsagnarfrestur framlengdur til 21. janúar“, Náttúran.is: 26. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/26/umsagnarfrestur-framlengdur-til-21-januar/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.