Hann er nú 29. febrúar, þegar talan 4 gengur upp í ártalinu nema aldamótaár. Þá þarf talan 400 að ganga upp í. Hlaupársdagurinn var áður oft talinn 24. eða 25. febrúar. Víða um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlaupársdeginum, mánuðinum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Þá átti allt að ganga öfugt við það sem venjan bauð og flestar fyrirtektir að misheppnast. Ekki verður neins vart í þessa átt hérlendis fyrr en á síðari tímum og þá einungis varðandi þann gamansið, að konur megi biðja sér karlmanns á hlaupárdeginum. Hann má þá ekki neita, en getur þó keypt sig lausan með gjöf eða gjaldi.

Birt:
29. febrúar 2012
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Hlaupársdagur“, Náttúran.is: 29. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/hlauprsdagur/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 7. febrúar 2011

Skilaboð: