Fjölmennt Umhverfisþing hefst á morgun
Umhverfisþing hefst á morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Rúmlega 400 hafa skráð sig til þátttöku á þinginu og verður það því fjölmennasta Umhverfisþing sem haldið hefur verið. Sjálfbær þróun verður meginefni þingsins að þessu sinni. Lögð verður áhersla á virka þátttöku þinggesta og því verður efnt til umræðna í heimskaffistíl sem nýtast svo við gerð stefnumörkunar stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Þingið hefst föstudaginn 9. október með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra kl. 9:00 og því lýkur laugardaginn 10. október kl. 13:00.
Á Umhverfisþingi í ár verður áhersla lögð á þátttöku ungs fólks til að stuðla að umræðu milli kynslóðanna um framtíðarþróun Íslands. Fulltrúar nokkurra ungmennaráða sveitarfélaga hafa skráð sig til þátttöku og Sigríður Ólafsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, ávarpa þingið á föstudagsmorgun.
Fjölmörg erindi verða flutt á þinginu. Sjá alla dagskrá þingsins hér.
Nokkur dæmi um erindi sem flutt verða í málstofum föstudaginn 9. október frá kl. 13:30 - 15:30:
- Einstök náttúra, en hversu lengi? – Utanvegaakstur og umgengni ferðafólks. Skúli Skúlason, fulltrúi Samtaka útivistarfélaga.
- Utanvegaakstur – lagalegt umhverfi og hvað er til ráða? Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum.
- Stykkishólmsleiðin í sorphirðu og endurvinnslu. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri.
- Vistvæn hönnun mannvirkja og vottun. Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu.
- Vistvæn innkaup og villtar auðlindir í atvinnulífinu. Finnur Sveinsson, ráðgjafi í innkaupa- og umhverfismálum.
- Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja – lúxus eða lífsnauðsyn? Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Auði Capital.
- PM Endurvinnsla – Skapandi útflutningsfyrirtæki með umhverfislegan ávinning. Haraldur Aikmann, framkvæmdastjórk PM endurvinnslu
- Umhverfisáhrif af fiskveiðum. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Ms í umhverfis- og auðlindafræði.
- Fiskveiðar - framtíðarsýn. Halla Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
- Sjálfbær ferðaþjónusta – hvar stöndum við í dag? Berglind Viktorsdóttir, MS í umhverfisfræðum og gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda
- Fuglaskoðun og ferðamennska. Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Fjölmennt Umhverfisþing hefst á morgun “, Náttúran.is: 8. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/08/fjolmennt-umhverfisthing-hefst-morgun/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.