Kvöldstund í mynni Þjórsárdals
Sveitungar í Sól á Suðurlandi boða til hátíðastundar í mynni Þjórsárdals föstudagskvöldið 27. júlí kl. 20:00. Þar verður komið fyrir öðru upplýsingaskiltinu sem fræðir vegfarendur um náttúrufórnirnar sem Landsvirkjun vill færa í von um álver einhversstaðar.
Allir eru velkomnir á þessa litlu samkomu. Sungið verður og spjallað og ýmislegt til gamans gert. Gestir eru hvattir til að hafa með sér kvöldhressingu, teppi, dúka og púða og/eða útilegustóla. Sveitarstjórnarmenn allra hreppa við Þjórsá, fulltrúar Landsvirkjunar,
þingmenn og ráðherrar, fjölmiðlar, náttúruunnendur, föðurlandsvinir og ferðamenn! - komið og hittið fólkið við Þjórsá og eigið með því eitt sumarkvöld við ána.
Sól á Suðurlandi og unnendur Þjórsár.
Staðsetning: Þetta er við aðalveginn inn í Þjórsárdal, rétt við brúna á Þverá og veginnheim að Fossnesi.
Myndin er af unnendum Þjórsár við uppsetningu skiltis sem merkir hæð eins af þremur áætlaðuðum lónum vegna virkjanaáforma Landsvirkjunar við Þjórsá.Birt:
Tilvitnun:
Sól á Suðurlandi „Kvöldstund í mynni Þjórsárdals“, Náttúran.is: 24. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/24/kvldstund-minni-jrsr/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. júlí 2007