Sögulegt gildi náttúrunnar
Ýmsir staðir á landinu eiga sér mikið sögulegt gildi. Þar má fyrsta nefna Þingvelli þar sem Alþingi varð til. Allir bæir á landinu eiga sér sína sögu og hver hóll og hvert leiti á sér örnefni sem jafnvel er glatað. Staðir eins og Hólar, Skálholt hafa mikið sögulegt gildi, einnig útgerðarstaðir og verstöðvar. Það hefur einnig sögulegt gildi að geta rannsakað það umhverfi sem forfeðurnir bjuggu við. Það er mikilvægt að geta farið út í náttúruna og prófað að lifa því lífi sem hefur verið lifað í landinu um aldir.
Saga náttúrunnar er einnig stórfengleg vegna þess að hún segir okkur sögu lífsins á Jörðinni og jafnvel hluta af sögu alheimsins. Án vísindanna myndum við ekki þekkja þessa sögu sem er skráð á spjöld náttúrunnar. Náttúran sjálf er stærsta náttúrugripasafn veraldarinnar. Hún er kennslustaður og lifandi safn sem bæði getur gagnast mönnum og haft sitt eigið sjálfstæða gildi. Steingervingar eru verðmætir vegna þess að þeir segja okkur sögu þess sem einu sinni var.
Birt:
16. apríl 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Sögulegt gildi náttúrunnar“, Náttúran.is: 16. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/sgulegt-gildi-nttrunnar/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. maí 2007