Aðalfundur Landverndar beinir því til Alþingis að móta landskipulagsstefnu sem myndi fela umhverfisráðherra að vinna skipulag sem nær til landsins alls.
Landsskipulag skal hafa hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Þar til heildstætt landsskipulag, þar sem m.a. er fjallað um miðhálendi Íslands, liggur fyrir ber að gera hálendið að griðasvæði sem hlíft verður við hverskyns framkvæmdum, s.s. uppbyggðum vegum, miðlunarlónum og öðru sem raskað getur þeim heildarhagsmunum sem þar eru í húfi.

Aðalfundur Landverndar minnir á ályktun aðalfundar 2006 þar sem lagt var til að
hálendið verði gert að griðasvæði.
Birt:
6. maí 2007
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ályktun um um landsskipulag og miðhálendi Íslands - Landvernd“, Náttúran.is: 6. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/06/lyktun-um-um-landsskipulag-og-mihlendi-slands-land/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. maí 2007

Skilaboð: