Orð dagsins 22. janúar 2008.

Föt úr hampi, kasmírull og alpakkaull eru umhverfisvænni en önnur föt skv. nýrri norskri úttekt. Föt úr kindaull, hör og lífrænt ræktaðri bómull fylgja þar fast á eftir. Hins vegar eru föt úr annarri bómull, næloni og akrþl verstu valkostirnir frá umhverfislegu sjónarmiði, ásamt með fötum úr blöndu af bómull og pólþester. Í skýrslu um úttektina kemur fram, að besti valkosturinn sé þó einfaldlega að kaupa sem minnst af fötum.
Lesið frétt á heimasíðu IMS í dag
og lesið skýrslu ForUM, Skitne klær (pdf-skjal)  

Birt:
22. janúar 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Niðurstaða umhverfisvæniskönnunar á vefnaðarvöru“, Náttúran.is: 22. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/23/umhverfisaenikonnun-efni-i-klaeonao/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. janúar 2009

Skilaboð: