Sviss er umhverfisvænsta land í heimi ef marka má lista bandarískra sérfræðinga sem birtur var í gær í tengslum við heimsviðskiptaráðstefnuna í Davos. Á listanum, sem ber yfirskriftina „Environmental Performance Index“, fær Sviss 95,5 stig af 100 mögulegum. Ísland er í 11. sæti með 87,6 stig. Noregur, Svíþjóð og Finnland raða sér í 2.-4. sæti, en Danmörk þarf að láta sér lynda 26. sætið. Alls nær listinn til 149 landa.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
og skoðið niðurstöðurnar í heil.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.

Birt:
24. janúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 24. janúar 2008“, Náttúran.is: 24. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/24/oro-dagsins-24-januar-2008/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: