NetþónabúHjá fyrirtækinu GI-services AG í Sviss hafa menn notað hitann frá netþjónabúi til að hita sundlaug. Sveitarfélagið í Uitikon tók þátt í kostnaði við búnaðinn en fær þá líka hlýja og góða laug í staðinn. Áður hafa einhverjir nýtt kælingu á slíkum stöðum í snjóbræðslu. Kannski Suðurnesjamenn fari að dæmi forfeðranna og hafi netþjónafjós á neðri hæð húsa sinna og baðstofu í risinu þegar öll orka verður farin í að knýja tölvur og álver.

Frétt úr Engadget
Birt:
4. apríl 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hiti frá netþjónabúi nýttur til að hita sundlaug í Sviss“, Náttúran.is: 4. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/04/hiti-fra-netthjonabui-nyttur-til-ao-hita-sundlaug-/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: