Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur, flytur erindið: Aðgöngumiðar að andrúmsloftinu - losunarheimildir og viðskipti með þær. í Lögbergi stofu 101 þ. 23. september nk. kl. 12:15.

Í erindinu verður rætt um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum samkvæmt loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og Kýótó-bókuninni. Einnig verður fjallað um áhrif EES-samningsins á ráðstöfun losunarheimilda íslenska ríkisins og litið til ný legra breytinga á regluverki EB um viðskipti með losunarheimildir. Loks verður vikið að reglum íslensks réttar sem hafa áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, einkum þeim sem fram koma í lögum nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda, og mat lagt á hugsanlega þróun þeirra á komandi árum.

Rannsóknarverkefni þetta var styrkt af LEX - lögmannsstofu.

Fundarstjóri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Allir velkomnir

Birt:
17. september 2009
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Aðgöngumiðar að andrúmsloftinu - losunarheimildir og viðskipti með þær“, Náttúran.is: 17. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/17/aogongumioar-ao-andrumsloftinu-losunarheimildir-og/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: