Ef barn er með hægðatregðu er mikilvægt að það borði mikið af ávöxtum, grænmeti og brauðmeti á hverjum degi. Þurrkaðir ávextir, t.d. sveskjur, rúsínur, apríkósur og döðlur, koma einnig að notum. Gefið barninu nóg af hreinum ávaxta- og grænmetissafa og kamillutei með örlitlu af hunangi.

Jurtir sem örva meltingu:
Fjallagrös, túnfífill (rót), lakkrísrót, regnálmur og kamilla.

Engin þessara jurta örvar hægðir með beinum hætti. Ekki er æskilegt að gefa börnum hægðaörvandi jurtir því hætt er við að virkni ristilsins verði óeðlilega lítil ef þær eru notaðar um langt skeið.

Birt:
7. mars 2009
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Hægðatregða“, Náttúran.is: 7. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/hgatreg1/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. apríl 2007
breytt: 7. mars 2009

Skilaboð: