Lífrænar ungbarnavörur á Náttúrumarkaði
Við uppbyggingu Náttúrumarkaðarins er markmiðið að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti.
Eitt af þeim góðu fyrirtækjum sem Náttúran á samleið með er Litla kistan* sem sérhæfir sig í vistvænum og náttúrulegum vörum fyrir litlu börnin en hefur einnig fleiri vistvænar vörur á boðstólum í vefverslun sinni. Litla kistan kemur nú inn með þrjár ungbarnavörur á Náttúrumarkaðinn. Litla kistan var stofnuð í ársbyrjun 2007 og leggur áherslu á „græn merki“. Í fatnaði úr lífrænni bómull eru engin skaðleg efni því til ræktunarinnar eru ekki notuð slík efni. Sjá nánar um hættuleg efni og tilbúin efni.
Náttúrumarkaðurinn býður nú til sölu þrjár Engel Natur ungbarnavörur frá Litlu kistunni þ.e. fjölnota bleyjur úr lífrænni bómull, þrjár í pakka, bleyjubuxur úr lífrænni ull, og bleyju-innlegg úr silki. Náttúrumarkaðurinn hefur skráð allar upplýsingar um vörurnar og tengir vottanir og endurvinnsluflokka beint við hverja vöru á markaðinum. Ef einhverjar spurningar skildu þó vakna er ekki annað að gera en að hafa samband við nature@nature.is eða í síma 483 1500, utan skrifstofutíma í síma 863 5490.
*Umhverfisstefna Grænu kistunnar:
Litla kistan hefur þá stefnu að stuðla að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð með því að velja frekar þá framleiðendur sem hafa skýra stefnu í umhverfismálum og selja lífræna eða umhverfisvæna framleiðslu auk þess að sýna samfélagslega ábyrgð "fair trade" sanngjörn viðskipti við þróunarlöndin. Einnig að velja aðföng sem valda sem minnstum umhverfisskaða og eru endurnýtanleg og hafa áhrif á samfélagið til hins betra.
Sjá nánar um vefnaðarvörur og það sem hafa ber i huga varðandi þau í dag.
Sjá nánar um hreinlætisvörur og einnota bleyjur.
Myndin sýnir vörurnar þrjár frá Engel natur sem nú eru í boði á Náttúrumarkaðinum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænar ungbarnavörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 10. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/19/lfrnar-bleyjur-nttrumarkai/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. október 2007
breytt: 17. febrúar 2009