Hægt er að spara tíunda hvern tank með því að tileinka sér nokkur einföld brögð í akstri. Bílstjórar Sorphirðu Reykjavíkur sitja nú verklegt og bóklegt námskeið í vistakstri. Einnig dregur vistakstur úr mengun í borginni.

Jón Haukur Edwald er einn af kennurunum í vistakstri. Hann kennir á Benz. Hann mældir aksturinn út í fyrri hluta ökuprófs og tæki skannar aksturinn, skráir hraða, eyðslu, tíma og aðrar upplýsingar sem bíllinn gefur upp og Jón skráðir hjá sér mikilvæga punkta.

Meðalnemandi er með 8,2 meðaleyðslu á bíl Jóns Hauks og meðalhraða 28 km/klst og aksturstímann 28:45 sek í þeim hring sem valinn er. Nemandinn lærir strax þrjú meginbrögð. Röska hröðun eða að komast sem fyrst í hæsta gír sem nota á. Mikilvægt er að skipta um gír á réttum snúningshraða. Annað ráð felst í því að nota öll tækifæri sem gefast til að keyra bílinn án þess að stíga á bensíngjöfina! Ef vel tekst til er hægt að keyra fjórðung leiðar án þess að eyða bensíni.

Þriðja ráðið er að læra umferðalestur: að lesa umferðina framundan og taka réttar ákvarðanir út frá því. Ef það er rautt framundan er kjörið að leyfa bifreiðinni að renna í þriðja gír og síðan öðrum gír án þess að stíga á bensíngjöfina. Ef hringtorg er framundan er gott að lesa umferðarþungann áður en skipt er niður. Vel heppnaður akstur felst meðal annars í því að þurfa sjaldan að skipta niður í fyrsta og að stöðva sem sjaldnast.

Meiri hraði, styttri tími, minni eyðsla og mengun

Fyrri hluta prófsins lýkur og Jón Haukur tekur til við að reikna og niðurstaðan er þessu sinni er 7.1 meðaleyðsla, meðalhraði 29 km/klst og aksturstíminn: 27:29. „Nú getur þú sparað þér tíunda hvern tank,“ segir Jón Haukur ánægður með árangurinn.  Meiri hraði og styttri tími og minni eyðsla.

Ofangreint er aðeins brot af því þeim orkusparnaði og umhverfisvernd sem fæst með vistakstri. Annað sem nefna má er til dæmis minna slit á bílum og minna slit á dekkjum. Þá dregur úr sliti á vegum og mengun og umferðaröryggið vex.
Auðvelt er að tileinka sér vistakstur og áhugavert er að meðalhraðinn hækkar með hagkvæmum akstri. Ökukennarafélag Ísland hefur kynnt vistakstur fyrir ökumönnum og Landvernd er ýmis námskeið í vistakstri.

Sjá vef Ökukennarafélags Íslands.

Sjá upplýsingar um námskeið Landverndar á vistakstursherma á vef Landverndar og ecodriving-online.eu.

Grafík: Vænir bílar. Guðrún Tryggvadóttir© Náttúran.is
Birt:
31. mars 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Vistakstur er gott ráð til sparnaðar“, Náttúran.is: 31. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/31/vistakstur-er-gott-rao-til-sparnaoar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: