Bygg Rósa
300 gr (4dl) Bankabygg
2-3 blaðlaukar (púrra)
250 gr ferskir sveppir,
200 gr sólþurrkaðir tómatar í olíu
1 búnt söxuð steinselja
50 gr rifinn parmesanostur,
½ grænmetissúputeningur
4 tsk jurtasalt.
Bankabyggið er soðið með súputeningi við meðal hita í 1. l af vatni í 40 mín. eða þar til það hefur drukkið í sig allt vatnið.
Blaðlaukurinn er skorinn í þunnar sneiðar og steikturí olíu við lágan hita.
Sveppirnir eru skornir í þunnar sneiðar og steiktir í smjöri (og olíu) þar til þeir eru vel þurrir. Þessu er blandað saman við byggið ásamt steinseljunni, smátt skornum tómötunum, saltinu og parmesanostinum.
Borið fram heitt eða kalt, sem aðalréttur eða meðlæti/ dugar fyrir 4 stóra.
Birt:
3. ágúst 2007
Tilvitnun:
Eymundur Magnússon „Bygg Rósa“, Náttúran.is: 3. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/03/bygg-rsa/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008