Í frétt frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

Laugardaginn 7. janúar verður haldinn fundur í Norræna húsinu til stuðnings stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Fundurinn hefst kl. 13:30 og lýkur kl. 15:00. Dagskrá verður auglýst fljótlega. Meðal fundarboðenda eru Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruvaktin, Landvernd, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök suðurlands og NAUST.
Ástæða er til að ítreka að úrskurður umhverfisráðherra frá síðustu viku vegna skipulags sunnan Hofsjökuls færir skipulagsvinnu fyrir Þjórsárverasvæðið aftur á byrjunarreit. Ekkert er því til fyrirstöðu að Norðlingaölduveita verði tekin út við skipulagi svæðisins og þess í stað verði ákveðið að stækka friðlandið í Þjórsárverum. Að því skulum við vinna. Stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Mynd: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
2. janúar 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fundur til verndar Þjórsárverum“, Náttúran.is: 2. janúar 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/vernd_tjors/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: