Orð dagsins 24. september 2008.

Fjórar stærstu dagvöruverslanakeðjurnar í Noregi, þ.e.a.s. NorgesGruppen, Coop, Rema 1000 og ICA, hafa ritað landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs bréf, þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að stuðla að aukinni framleiðslu lífrænna matvæla. Þetta telja forsvarsmenn verslananna nauðsynlegt til að bregðast við eftirspurn eftir þessum vörum, en eftirspurnin eykst langtum hraðar en framboðið. Þannig var heildarvelta lífrænna landbúnaðarafurða í Noregi 44% meiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra. Fulltrúi landbúnaðar- og matvælaráðuneytisins, sem veitti bréfinu viðtöku, sagði við það tækifæri að þetta sýndi að norskir bændur ættu stórkostleg sóknarfæri á þessu sviði.
Lesið frétt á Nationen.no 21. sept. sl.

Birt:
24. september 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Framboð lífrænna afurða annar ekki eftirspurn“, Náttúran.is: 24. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/24/framboo-lifraenna-afuroar-anna-ekki-eftirspurn/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: