Náttúrumarkaðurinn hefur ásett sér að kynna og selja sem breiðast úrval af íslenskum náttúruvörum og byggja upp náttúrumarkað sem sýnir þversnið af því sem er að gerast í náttúrutengdri frumkvöðlastarfsemi á landinu.

Mikill fjöldi frumkvöðlaverkefna á sviði vöruþróunar komast aldrei á framleiðslustigið en aðra sögu er að segja um vörur Hollustu úr hafinu sem bætir stöðugt við vöruúrvalið enda hafa viðtökur neytenda verið mjög góðar. Að baki framleiðslunni liggur áralangt rannsóknarferli vísindamannsins Eyjólfs Friðgeirssonar sem hefur með þrautsegju og óstöðvandi áhuga hrutt verkefninu af stað og komið vörum sínum á markað.

Hollusta úr hafinu ehf hefur safnað og unnið þara og unnið úr honum holla matvöru. Þaranum er safnað í hreinum ómenguðum fjörum og hann verkaður og unninn við bestu aðstæður. Hann er þurrkaður við lágan hita til þess að hann tapi sem minnst af hollustuefnum.
Rannsóknastofan Sýni ehf. hefur annast efnagreiningar og úttekt á örverum.

Hollusta úr hafinu ehf vinnur að því að endurvekja þjóðlega hefð í matargerð með því að stuðla að neyslu á hollu og gómsætu sjávarfangi. Sjávargróður er hollur matur og hluti af matarmenningu hér á landi. Notkun sjávargróðurs spratt af sömu rótum og notkun fjallagrasa og hvanna, skortur var á mjöli og þarategundir góðar til að drþgja það bæði í grauta og brauð. Þessi notkun var snar þáttur í matarvenjum okkar og var jafn þjóðleg fæða og slátur, svið, hákarl o. fl. Sjá vef Hollustu úr hafinu.

Náttúrumarkaðurinn býður nú til sölu fjölda vörutegunda Hollustu úr hafinu, Sjá:

Fjallagrös 20 gr., Fjallagrös 50 gr., Grasasósa, Fjörugrös, Marínkjarni, Söl möluð, Söl heil, Stórþari malaður, Stórþari heill, Íslenskir þarar í bað, Íslenskt baðsalt, Íslenskst baðsalt með þara, Nátthagi - Íslenskt jurtate, Ristaður beltisþari, Sölvasósa og Þarasósa.

(Sjá nánar í deildunum Sjávarfang, Heilsuvörur og Snyrtivörur á Náttúrumarkaði hér t.h. á síðunni). Einnig eru margar skemmtilegar uppskriftir frá Hollustu úr hafinu að finna hér á vefnum. Sjá t.d.: Tófúsósa, Puree-sósa, Bleikja með sölvasósu og vínberjum, Latabæjarstappa með ristuðum beltisþara og Fljótlegt og gómsætt.

Birt:
24. janúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hollusta úr hafinu á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 24. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2007/07/30/hollusta-r-hafinu-nttrumarkai/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júlí 2007
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: