Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um framkvæmd verndunar Þingvallavatns. Reglugerðin byggir á lögum sem samþykkt voru árið 2005, en þau fela m.a. í sér verndun vatnasviðs svæðisins sem er skilgreint frá Hengli til Langjökuls, þ.e. yfirborðsvatns og grunnvatns og tekur til verndunar búsvæða og hrygningasvæða bleikjuafbrigða og urriðastofna í vatninu. Strangar kröfur verða settar um frárennsli frá byggingum og lagningu vega á svæðinu. Ræktun og áburðarnotkun verða einnig skorður settar til að vernda lífríki Þingvallavatns.

Sjá nánar um fiskistofnana í vatninu og önnur sérkenni svæðisins á vef þjóðgarðarins að Þingvöllum.

Myndin er tekin ofan af Lyngdalsheiði, séð yfir til Þingvallavatns. 24. 06. 2006.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
19. júlí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verndun Þingvallavatns“, Náttúran.is: 19. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/verndun_tingv/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: