Haraldur Magnússon Osteópati mun flytja nýja fyrirlestur í fræðslusal Maður Lifandi, Borgartúni 24, þriðjudaginn 11. janúar kl. 17:30-19:30

Flest okkar vilja vita hvað telst hollt og hvað sé óhollt, en við fáum mjög misvísandi skilaboð um það. Hvernig eigum við þá að lifa heilsusamlegu líferni?

Það er engin launung að það er almenn vitneskja að heilsu okkar hér í vestrænu löndununum fer hratt versnandi og engin lausn virðist vera í sjónmáli þrátt fyrir tækninýjungar og ríkari þekkingu en nokkurn tíman áður.

En erum við að leita á vitlausum stöðum? Liggur lausnin í því að finna sífellt upp ný mataræði? Hvernig var mataræði fyrir 1900 áður en tíðni hrörnunarsjúkdóma fór að aukast? Skoðað verður frumstæð mataræði samfélaga víðsvegar um heim, hverjar voru aðstæður þeirra og voru þau heilbrigð. Þrátt fyrir að þessi samfélög hafi lifað á ólíku mataræði voru ákveðnir grundvallarþættir sameiginlegir með þeim flestum. Í lok fyrirlestarins verður farið yfir þessi grundvallaratriði heilbrigðs mataræðis auk þess sem litið verður á nokkur vinsæl mataræði eins og candida matæræði, Atkins og Southbeach mataræði, pH mataræði og steinaldarmataræði með það í huga hvað má læra af þeim.

Aðgangseyrir er 1990 kr.

Birt:
4. janúar 2011
Höfundur:
Maður lifandi
Tilvitnun:
Maður lifandi „Mataræði mannsins, það sem hefur ávallt virkað“, Náttúran.is: 4. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/04/mataraedi-mannsins-thad-sem-hefur-avallt-virkad/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: