Enn ein ummerki loftslagsbreytinga
Vorið er komið á norðurheimskautsslóðum mörgum vikum fyrr en fyrir áratug síðan samkvæmt áratugs rannsókn á lífi á norðurslóðum. Hækkandi hitastig veldur því að snjórinn bráðnar mun fyrr en áður, sem lengir sumarið og raskar viðkvæmu vistkerfinu, segja vísindamenn.
Breytingin á árstíðunum, eitt augljóstasta dæmi loftslagsbreytinga var uppgötvuð af rannsóknarmönnum sem fylgdust með mismunandi mynstri vorsins í um 10 ár. Þeir tóku eftir mjög greinilegri breytingu á þeim tíma sem plöntur blómguðust, fuglar verptu fyrstu eggjum og skordýr og aðrar lífverur fóru í fæðuleit.
Rannsóknin var gerð á Zackenberg svæðinu á NA-Grænlandi, svæði þar sem mikil fjölbreytni er á lífverum, moskuuxar, snjóhérar, læmingjar og meira en 100 tegundir af plöntum.
Rannsóknin sem gerð var milli áranna 1996-2005 sýnir að lífverur áttu miserfitt með að aðlagast breytingunum, en eðlilegt mynstur margra tegundanna hafi breyst og flust áfram um tvær vikur.
Vaðfuglar ásamt sanderlum, tildrur og lóuþrælum, sem flytjast á varpsvæði á norðurheimskautssvæðinu hafa verið að verpa um viku eða 10 dögum fyrr á meðan sum skordýr klekjast um mánuði fyrr. Sumar plöntur að meðal töldum valmúa og beitilyngi blómguðust þremur vikum fyrr.
„Rannsóknir okkar sýna það sem margir höfðu óttast, að árstíðirnar eru að breytast og að þetta eru ekki aðeins eitt eða tvö hlý ár, heldur gegnum gangandi breytingar í áratug.“ sagði Toke Hoye lífræðingur hjá Háskólanum í Árósum sem leiddi rannsóknina.
Rannsóknin sýnir að margar lífverur aðlagast vel að breytingunum sem gætu bæði haft neikvæðar og jákvæðar afleiðingar. „Á einn hátt er þetta jákvætt, að sumartíminn hefur lengst. En spurningin er hvort þessar lífverur geti aðlagast nógu vel að breytingunum“
Eitt áhyggjuefnið er að þó að sumar lífverur geti aðlagast vel eru aðrar sem erfiðara eiga með að aðlagast. Flugur gætu klekkst mun seinna en fuglarnir sem lifa á þeim og blóm sem að reyða sig á þær til frjóvgunar. Önnur ógnun er sú að lífverur sem að þrífast sunnar gætu farið að flytja sig norðar vegna hitahækkunar og því gæti það ógnað lífverunum sem þrífast aðeins í norðri því þær gætu ekki færst sig enn norðar. Það er ekki víst að þessar lífverur gætu svo lifað í sama umhverfi.
Sjá grein á The Guardian
Myndin er fengin af Quatanngut group síðunni og er af Zackenberg svæðinu.
Ljósmyndari: Morten Rasch.
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Enn ein ummerki loftslagsbreytinga“, Náttúran.is: 19. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/19/enn-ein-ummerki-loftlagsbreytinga/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007