Húsaskipti í fríinu
Á vefsíðu Húsakipta er hægt að skrá og fá húsnæði á öllu landinu. Þannig er hægt að ferðast um landið, lána sína íbúð og fá aðra lánaða.
Vefsíða Húsaskipta gerir þér mögulegt að ferðast um Ísland án þess að borga fyrir hótel eða annars konar gistingu. Hugmyndin var lögð inn á Hugmyndatorg Höfuðborgarstofu sl. vor og vakti mikla athygli. Eðli góðra hugmynda er að þær eru svo sjálfsagðar þegar þær koma fram að maður spyr sig af hverju engum hafi dottið þetta í hug fyrr. Eins er með þessa hugmynd sem þegar er búið að koma í verk.
Húsaskipti býður uppá ókeypis íbúða- og sumarhúsaskipti innanlands til lengri eða skemmri tíma. Notendur skrá inn helstu upplýsingar um húsnæði sem þeir bjóða til afnota, húsnæði sem þeir óska eftir, staðsetningu, upplýsingar um fjölskyldustærð og tímabil sem þeir hafa áhuga á íbúðaskiptum.
Tilgangurinn er að notendur geti í framhaldinu haft bein samskipti sín á milli og miðlað nánari upplýsingum.
Grafík: Skrifstofan, Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Húsaskipti í fríinu“, Náttúran.is: 14. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2009/04/17/husaskipti-i-friinu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. apríl 2009
breytt: 14. júní 2010