Atla vantar rúmföt, skóleður og fleira - Atli kap. V
22. A. Eg er svo fátækur. Eg á engin sængurklæði.
B. Svo mikið muntu eiga fyrirliggjandi af fatavaðmáli þínu, frá fyrri árum, með því sem eg geld þér að vori, að ykkur hjónum dugi í sæng og rekkjuvoðir. Þar innan í gerið þið fengið ykkur þurran dýjamosa eða þann sem menn kalla barnamosa (sphagnum palustre) má hann líka brúkast fyrir íleppa í skóm.
Saman við þann mjúkasta mosa sem þú færð máttu blanda þurkaðri baldursbrá að þú sért því heldur frír fyrir flóm. Og til að verja rúm ykkar maur, möl og mokku, þá er burkni góður, helst hrísburkni (filix frutescens ramosa); af honum vel þurrum máttu hafa þykkt lag undir sæng ykkar. Hann er víða að fá til fjalla og hér til vestra með Tálkna- og Vattarfjörðum.
Bæði í rúmstæði þínu og víðar, í svefn- og setuhúsi, hafðu nokkuð töluvert af þurru reyrgrasi og öðrum ilmandi jurtum. Það gjörir loftið þar inni hollt og þægilegt, einkum þeim sem koma utan frá.
Hafir þú ekki brekán getur þú gjört þér yfirdýnu af einskeftu 1) og öðru ódýrasta tagi og fylla hana eftir þörfum með vel þurru og kembdu tjarnaslþi 2), sem er þar til langtum betri en fífan. Máttu þar við líka bland nokkru litlu af ilmgrösum eða þurkaðri möðru. Af mýrasefi og barnamosa má og svo víða ríða mjúka dýnu.
1) Einskefta var ódýrust gerð af vaðmáli, ofin úr einföldum, þráðum og helst notað í hana allt það versta úr ullinni (J.J. Íslenskir þjóðhættir, um vefnað).
2) Sjá nótu við jurtaheitið slþ í Grasnytjum, 150.. gr.
23. A. Eg a ekki skóleður en þoli ekki að ganga berfættur.
B. Von er þér þyki það óviðkunnanlegt fyrst þú hefur ekki vanist því. Nokkuð lítið skóleður þarftu að kaupa. Og þegar þú hefur eignast það þá taktu birki eður víðibörk, birkiblöð, sortylyngs- og einilauf, burnirót, kornsúru, maríustakk, hvað helsta af þessu þér er hægast að fá eða allt saman, saxa það og set á vatn, láta standa ei skemur en mánuð, helst hvar hlýtt er, seyð það svo góða stund í katli eða járnpotti, ef ketill er ekki til, sía lögin frá og þegar hann er volgur aðeins, sem blóð í lifandi nauti, þá legg leðrið þar ofan í, snú því oft og velk það þar innan um, lát það liggja þar í hálfan mánuð eða lengur, betra er að velgja upp lögin að öðru hverju.
Þetta verður gott leður og mýkra en annars. Það leður slíst og betur sem elt er. Sortulögur brúkast víða til að lita skóleður. Lítið batnar það í honum en spillist ekki heldur ef það liggur ei lengi, svo járnkraftur sortunnar brenni það ekki, sem annars er hætt við. Lærðu það af útlendum þjóðum að sníða þér skósóla eftir ilveg fótarins, til sparnaðar við leðrið, en hafðu annað lakkara skinn yfir ristina, loðið þegar þú vilt halda til hita, eins og þegar Gissur jarl brúkaði loðna kálfskinnskóna í köldu vetrarveðri en snoðið annars.
Við sjósíðu brúka nokkrir alslags fiskaskinn, líka skinn af bægslum og sporði hvala til skóleista. Halda 1) þeir skór, þegar þeir ræktast, vel einum manni ár um kring. Þetta hvalskinn rækta nokkrir eins og Grænlendingar selskinn sín, láta það liggja í keytu þar til öll fita er út því og hefur sest ofan á. Síðan er það hert, barkað og elt. Mega þeir skór verða nettari en útlenskra sjómanna skór. Tréskó brúka norskir, sem hér í landi eru við fiskinn. Þeir eru ekki vandgjörðir , kosta lítið en vinna þó sína skyldu.
1) Endast.
B. Þegar þú ferð úr vistinni á krossmessu er lítill útvegur til matfanga þar sem ekki er sjóaraafli, skelfiskur, veiðivötn, álakeldur og fuglaveiði. Þú verður fyrst að fá þér mat að kaupi eða láni. En honum til drþginda máttu fá þér hvanna-, muru- og holtarætur eða fíflarætur, góubítla 1), fjallagrös. Skammt eftir krossmessu 2) kanntu að fá álfta- og síðan rjúpu-, anda- og fleiri villifuglaegg. Náir þú til sjóar kanntu að fá þér söl, hrognkelsi, síld, silung, lax, sel, etc., sérhvað í sínum stað. Máttu trúa kríunni til þess að þá sé komin silungur og lax inn að landi og í árósa er hún lætur til sín heyra.
1) Samkvæmt Grasanytjum eru góubítlar eski og vel ætir. En varla er jurtin æt fénaði nema kornung. Mun því B.H. (Grasnytjar, s. 263) raunar eiga við aðra tegund elftingar.
2) Krossmessa, 3. maí, var þá hjúaskildagi á vori.
25. A. Get eg nokkuð búið mér í haginn fyrirfram, sem drþgja megi matbjörg mína á fyrsta sumri?
B. Ekki dugir mikið að þeirri matjurtarækt hvar jörðin opnast ekki haustið áður svo svörðurinn sé af stunginn. Því strax á voti, fyrr en jörð er stunguþýð, er grasrótin búin að daga að sér frjóvgunarvessa úr jörðinni og koma þeir ekki til gagns nýju sáðfræi á því sumri. En þegar allur grasvörðurinn er af stunginn um haustið fyrir þá gengur ei neitt frá krafti jarðarinnar en leggst mikið til hans, bæði það að rótarangar fúna í flaginu um veturinn, hvar við jörðin batnar, og líka hitt að opin jörp tekur á móti nýjum frjóvgunarkrafti af loftinu með regni og snjó. Þegar eg lofa þér í haust að byggja þér húsakofa á Konungsstöðum þá máttu fara fram til fjallshlíðar og veldu þér þar í landareigninni góða jörð og feita í hvammi nokkrum, sem liggur á móti suðri eða einhverri suðrænni átt, stikktu þar flag og láttu allan hnausinn veltast um að grasrótin verði niður á, nema þú fáir tíma til að hlaða garð úr honum. Getirðu þá pælt upp flagið undir þeirri fyrst veltu þá er það langtum betra. Láttu það svo liggja til vors. Þegar þú kemur nú þar að aftur á vori þá pælir þú upp sem fyrst að klakinn er allur eða mestur úr jörðinni, sem ekki er að vænta fyrir fardaga, þar fram til hlíða og máske enn seinna, helst ef vatn hefur staðuð í flaginu um veturinn, sem eg gáði ekki að vara þig við en þú þarft að forðast. Því hvar vatn stendur á tekur jörðin langtum seinna í móti vorhitanum. Þá fúna síður í henni tægjur og rótarangar og hún fær minna líf af lotfinu gegnum það kalda vatn og þétta ís. En að snjór liggi þar um veturinn og fram eftir vori er einungis bati og er það gjarnar frjósömust jörð, sem hann liggur sem lengst á.
Rífðu þér síðan gamburmosa, helst þann sem þú færð grófastan og stífastan (lyng og fjalldrapa má og til sömu brúkunar hafa en það ættir þú heldur að hafa til annars, sé ekki nægt af því). Leggðu mosann yfir þetta flag, hálfrar álnar þykkt og jafnvel meira, ef hann er þar að fá. Haltu honum þar til þerris, sem þér er hægt að gjöra því hann þorrnar nóg á einum góðum þerridegi. Leggðu síðan eld í hann svo hann brenni til ösku. Þá sáðu þar næpnafræi, helst úr norskum sviðum, sem danskir kalla bråtanæpur1), ef þú átt þess kosts. Þegar þú sáír stikktu niður fingrunum svo þú aðeins náir í gegnum öskuna ofan að moldinni, það verður vel hálf þumlungs djúpt, lát þar koma tvö mest þrjú korn í hverja holu af næpufræinu, settu svo út allt flagið og lát vera lítið minna en íslenska alinn vera á milli hverrar holu á allar síður. Þegar þú svo sett hefur flagið þá taktu vallarkláru og berðu með henni, þó eigi mjög stórkostlega, ofan yfir allar holurnar, þá lykjast þær og fyllast með mjúkri mold og ösku saman. Getirðu aflokið þessu fyrst í júní eður fyrir hann miðjan þá er nógu snemma sáð. Enga rækt þarftu hér til framar því þar vex hvorki arfi né annað ógras og þó hnausinn hafi legið fyrr úthverfur, eins og þú skildir við hann að hausti, þá vex ekki svo mikið gras upp úr honum að það spilli næpnavextinum. Ekki skyldir þú skera gras af þessum næpum því það skþlir þeim og styrkir vöxt þeirra, helst hvar loftið er kalt upp til fjallshlíða. Sé nú flag þitt þrír faðmar á hvern veg af fjórum get egtil þú fáir 3 eða 4 tunnur næpna á hausti.
Þegar þér vinnast stundir til, einhvern tíma á sumri, þá vitjaðu um þetta flag. Sé þá rótin orðin svo stór sem hænuegg þá stíg þú hælunum ofan á hverja næpu svo grasið verði að leggjast niður og næpan þrykkist ofan í moldina. En troddu hvergi á milli þeirra, það spillir en hitt hjálpar vextinum. Kálrótafræi máttu eins sá, reikna Svíar mikinn feng í því að hafa sem mest af þeim og segir Boje það sé enginn góður bóndi, sem hafi ekki af þeim 50 tunnur á hausti. Þær eru og víst betri en næpur.
Jarðeplum máttu líka sá með sama móti, hálfu dýpra en næpunum og viðlíka bili á milli. Nú vísa eg þér helst til þessara fræva af því þau þurfa minnsta rækt en gefa mesta eftirtekju.
26. A. Er nokkuð fleira, það eg megi safna mér til matadrþginda?
B. Von er þú spyrjir að því, nú á fyrsta ári, því lífið er þér torgætast. Þú átt þó eina þrjá menn fram að færa, sem er þið hjón og ein vinnustúlka, sem þú þarft að taka, og dugir ykkur lítill forði. Safnaðu þér vel fjallagrösum, geitaskóf, hvannarótum; það geymist allt vel til vetrarforða, ræturnar í mold úti eða inni. Láttu vinnustúlku þína tína kornsúru (bistorta) 1) fræ. Það er þér ei verra íslenska mjölið og geymist vel þegar það er nokkuð þurkað. Stúlkan kann að fá af því meira en hálfa pundfötu á dag og hvar kornsúra er mikil þá fjórðungsfötu.
1) Polygonum viviparum bistorta.
Safnaðu líka melstangarfræi. Það er ætt korn og ef það móðnar ekki, sem stundum villt til, eða komi kafald á það snemma í októbermánuði þegar það er fyrst vant að vera orðið strítt, þá taktu það fyrri, eins og sagð er að Austfirðingar 1) slái melinn, þurki og þreski síðan. Er þér ei vandara þeim eða bændum í Rússlandi 2), sem brúka græn grjón af ómóðnum rúgi. Hér við bætast næpur þínar, jarðepli, kálrætur. Þú getur á sumri gjört þér graut, seða svokallað langkál, af skarfakáli, súrum heimanjóla 3). Allt er þér það hollt og hvað heimanjólablöðin snertir þá er hér dæmi nágranna míns. Árið 1761 reið hr. landphysicus 4) um Vestfirði. Þessi maður kom til hans svo yfirkominn af gulusótt og brjóstveiki að hann gat ekki gengið við staf án hvíldar þrem föðmum lengra. Fyrir þessum manni hrósaði landphysicus þolinmæðinni og réð honum að brúka daglega til fæðis heimanjóla (patientia) blöð. Þessu ráði fylgdi maðurinn trúlega, batnaði honum smám saman og síðan það sumar leið hefur hann aldrei kennt þess meins og lifir hann enn við góða heilsu og hefur vel enst til að vinna fyrir sjö börnum.
1) Skaftafellssýslur tilheyrðu fjórðungi Austfirðinga.
2) Peder von Haven: Beskrivelse over det russiske Rige. Kap 4.
3) Rumex domesticus, patientia.
4) landphysicus: landlæknir, sem var Bjarni Pálsson.
27. A. Eljunarsamur verður mér útvegurinn. Er mér ekki betra að sleppa óbyggðarruðningnum og fá mér heldur lítinn part af byggðri jörð?
B. Það er þér langtum hægara á fyrsta ári og svefnsælla. En ef þú ætlar þér að verða duglegur bóndi og gagnlegur maður þá færð þú nóg að vinna hvar sem þú ert. Ef þú tekur byggða jörð þá eru flestar af þeim illa ræktaðar. Þú færð hús ónýt, þeim óþægilega niður raðað, grafin í jörð. En viljir þú heldur búa nærri öðrum mönnum og þú færð engan, sem vill ryðja sér auðn til byggðar nálægt þér, þá er þér það vorkunn. Og fáðu þér þá byggðan kóngspart að búa á, þá ný tur þú verka þinna og mátt búast við þau svo lengi sem þú villt.. En þar áttu að halda húsum við, byggja túngarð, jafna tún og vinna hið sama sem að Konungsstöðum. Hvar þú hefur þá kosti fram yfir að verða óðalsbóndi og skattfrí um 20 ára tíma, enda gefur fororðningin um ruðningsmannafríheit öllum þeim góða kosti, sem ryðja sér ný býli þó það sé í landeignum bænda.
28. A. Ekki þarf eg meiri frþju. Konungsstaði vil eg taka og nú í vor vil eg kvongast, strax eftir páska, því eg hefi heyrt það yrðu ólánsmenn, sem halda brúðkaup á föstunni.
B. Gömul páfalög banna brullupshald á lönguföstu, eins á jólaföstu og fram um jól og frá uppstigningardegi til heilagra þreninngar messu. En þessar manna setningar, með fleira slags súrdeigi af sömu tegund, hafa misst allan kraft hjá betur upplýstum mönnum þegar þær hafa verið skoðaðar við ljós Guðs orða og réttrar skynsemi.
Þeir sem hafa verið svo ófróðir og óstyrkir að þeir hafa reiknað sér og öðrum synd að breyta á móti þessum fornu setningum, þeir sömu hafa tþnt saman allra þeirra dæmi, sem brutu páfalögin, en fengu síðan einhvern gæfuhnekki. Láttu gleðjast í guðsótta með hófsemi ásamt boðsmönnum að brúðkaupi þínu á hverjum tíma sem þér hentar best. Skyldir þú ekki láta það gjöra þér, eftir á, Guðs vilja til þess að blessa þig grunsaman. Enda hefur þú annað þarfara að gjöra af efnum þínum en kosta þeim til mikillar drykkjarvöru í brúðkaup þitt svo þar verði vanbrúkun eða of mikill glaumur af.
Enn getir þú hvorki af skynsemi né annarra manna fortölum sannfært huga þinn að allir tímar séru þér heilagir og hollir til svo heilags verks sem það er að innganga ektaskap, þá er þér óhættast og hollast að forðast það sem þú heldur synd á meðan að þú fræðist ekki betur. Og sama má segja um það allt, sem maður gjörir ekki í þeirri vissu að Guði líki sín verk. Sú vissa er líf í öllum framkvæmdum manna. Hvar hana vantar kallast verkin dauð og í líkamlegum útvegum eru þau oftast gæfulaus. Þaðan mun koma munnmæli það, sem þú minntist á.
Birt:
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Atla vantar rúmföt, skóleður og fleira - Atli kap. V“, Náttúran.is: 31. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/31/atla-vantar-rumfot-skoleour-og-fleira-atli-kap-v/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.