Þann 2. mars mun Sól á Suðurlandi boða til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsá. Lagðar verða fram kröfur um aðvirkjanaáform í neðri hluta Þjórsá verði slegin af og sátt sköpuð í samfélögum sem hafa um árabil verið klofin vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.

Auk talsmanna Sólar á Suðurlandi munu uppistandsstúlkurnar Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir stíga á stokk, hljómsveitin Mukkaló flytur tónlist og stutt heimildarmynd um virkjanaáform í neðri Þjórsá verður sýnd.

Fundurinn verður haldinn á efri hæð kaffihússins Glætunnar, Laugavegi 19, kl. 17:00, miðvikudaginn 2. mars.

Ljósmynd: Urriðafoss, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
28. febrúar 2011
Tilvitnun:
Sól á Suðurnesjum „Boðað til samstöðufundar gegn áætluðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár“, Náttúran.is: 28. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/28/bodad-til-samstodufundi-gegn-aaetludum-virkjunum-i/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: