Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2009-2013 á Alþingi í dag. Lagt er til að þrettán svæði verði friðlýst á tímabilinu. Þar á meðal er gert ráð fyrir að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið sem fyrst. Lagt er til að mörk friðlandsins í Þjórsárverum verði færð út þannig að það nái yfir allt votlendi veranna. Samkvæmt áæltuninni verður eitt svæði friðað vegna jarðfræði, en það er Langisjór og nágrenni hans. Svæðið verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Í framsögu sinni lagði umhverfisráðherra ríka áherslu á að við framkvæmd áætlunarinnar yrði haft gott samráð við landeigendur, sveitarstjórnir og heimamenn. Myndin sýnir Svandísi Svavarsdóttur mæla fyrir náttúruverndaráætlun á Alþingi í dag. Ljósmynd: Eggert Jóhannesson.
Birt:
4. júní 2009
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Umhverfisráðherra mælir fyrir nýrri náttúruverndaráætlun“, Náttúran.is: 4. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/04/umhverfisraoherra-maelir-fyrir-nyrri-natturuvernda/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: