Flatskjáir fá Svansvottun
Orð dagsins 27. maí 2009
Flatskjáir frá Samsung fengu á dögunum vottun Norræna svansins fyrstir allra flatskjáa. Um er að ræða 40, 46 og 55 tommu LED-skjái (LED = Light Emitting Diode = ljósdíóða/ ljóstvistur), sem eiga það sameiginlegt að nota afar lítið rafmagn, bæði í notkun og í hvíldarham, innihalda ekki kvikasilfur og hafa staðist ströng viðmið um gæði og lágt innihald efna sem skaðað geta umhverfi og heilsu. Auk heldur eru skjáirnir aðeins 3 cm að þykkt, sem felur í sér verulegan sparnað í efni, umbúðum og flutningum.
Lesið frétt norsku umhverfismerkjaskrifstofunnar í gær
Birt:
27. maí 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Flatskjáir fá Svansvottun“, Náttúran.is: 27. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/04/flatskjair-fa-svansvottun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júní 2009