Siglingar olíuskipa á Íslandsmiðum
6. stefnumót Umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Ara fróða.
Umferð skipa með ströndum Íslands er í örum vexti, ekki síst siglingar olíuskipa. Fjallað verður um spár um aukna umferð, hvaða vandamál geta fylgt og viðbrögð við þeim.
Erindi:
- Kristján Geirsson, fagstjóri á stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar.
- Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Fundurinn hefst kl. 12:00, fimmtudaginn 31. janúar, í fundarsal Þjóðminjasafnsins og stendur til 13:00. Stefnumótin eru opnir fundir um ýmis umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.
Birt:
29. janúar 2008
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Siglingar olíuskipa á Íslandsmiðum“, Náttúran.is: 29. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/29/siglingar-oliuskipa-islandsmioum/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.