30 listamenn kæra - Hrafntinnumálið
Í fréttum ríkissjónvarpsins birtist í kvöld frétt um að Guðrún Gísladóttir leikkona hafi ásamt 30 listmönnum kært flutning hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri. Hópurinn vill með kærunni mótmæla brottnámi hrafntinnu frá Hrafntinnuskeri og benda á að sambærilegar viðgerðir sé vel framkvæmanlegar án þess að vega að sjaldgæfum náttúrugersemum. Enn sé hægt að skila þýfinu til heimkynna sinna. Guðrún bendir réttilega á að það þurfi að endurnýja hjúp Þjóðleikhússins sem og annarra bygginga reglulega og engin lausn sé falin í því að seilast inn á friðuð svæði, það séu gamaldags vinnubrögð sem ekki verði liðin.
Birt:
14. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „30 listamenn kæra - Hrafntinnumálið“, Náttúran.is: 14. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/hrafnt_listamenn_kaera/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007