Málþing um skipulag og þróun í dreifbýli
-
Gríðarlegar breytingar virðast nú eiga sér stað á búsetu og eignarhaldi í dreifbýli. Landnotkun breytist ört og verðlag á jarðnæði hækkar víða mjög mikið. Bújörðum er núna víða skipt upp í smærri skika til annarra landnota en áður var. Þessi þróun hefur áhrif á möguleika til áframhaldandi notkun lands til landbúnaðar og það vakna margar spurningar: m.a., á ríkið að hafa skoðun á því ef land er tekið úr landbúnaðarnotum? Jafnframt hefur hagur margra landeigenda og seljenda batnað mikið á meðan erfiðara er að festa kaup á jarðnæði til búskapar. Mikilvægt er að þjóðfélagið hafi yfirsýn yfir þessar breytingar og meti gildi þeirra og þýðingu fyrir búsetu í landinu til framtíðar. Ráðstefnunni er ætlað að opna fyrir umræður og upplýsingaöflun um þennan málaflokk.
Dagskrá
13:00 Setning og stutt yfirlit um þróun; Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ.
13:10 Kaup og sala landbúnaðareigna í Noregi. Sølve Bærug, Universitetet for miljø- og biovitenskap (UMB), Ási, Noregi.
13:40 Landbúnaður, byggðaþróun og jarðalög. Atli Már Ingólfsson, lögfræðingur, landbúnaðarráðuneytinu.
14:00 Skipulagsáætlanir og breytingar á búsetu, Stefán Thors, skipulagsstjóri.
14:20 Kaffihlé
14:50 Byggðir Borgarfjarðar. Torfi Jóhannesson, formaður skipulags- og byggingarnefndar
15:10 Fasteignamarkaður í dreifbýli, jákvæðar eða neikvæðar breytingar, Magnús Leópoldsson, fasteignasali.
15:30 Umræður með frummælendum og fleiri fulltrúum í panel.
16:25 Ráðstefnuslit – samantekt; Ólafur Arnalds
Ráðstefnustjórar: Hafdís Hafliðadóttir (Skipulagsstofnun) og Margrét Hauksdóttir (Fasteignamati ríkisins).
Ráðstefnuna halda Landbúnaðarháskóli Íslands, Skipulagsstofnun og Fasteignamat ríkisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, landbúnaðarráðuneytið o.fl. aðila.
Þeir sem áhuga hafa geta keypt súpu og brauð, í hádeginu, á Hvanneyri. Vinsamlega látið vita fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 17. október til Margrétar Jónsdóttur á netfang margretj@lbhi.is ef óskað er eftir mat.
Myndin er tekin af eyðibýli fyrir botni Breyðafjarðar í Barðastrandasýslu þ. 06. 06. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málþing um skipulag og þróun í dreifbýli“, Náttúran.is: 17. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/malting_skip_troun_dreifb/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007