Til að gefa örlitla mynd af því hvernig tekið er á hvalveiðimálum og verndun sjávardýra í útrýmingarhættu og til að sýna fram á hve miklir peningar eru til í heiminum til að vinna gegn hvalveiðum á ýmsa vegu, vill náttúran.is benda á að jólagjöfina í ár er að finna á oceana.com. Hún er gjafabréf upp á ættleiðingu hvala til styrktar hvalaverndun, fyrir 25 dollara. Einnig er hægt að kaupa ættleiðingar-gjafabréf til að styrkja verndun smærri sjávardýra eins og t.d. sjóskjaldbökur, hákarla eða hrefnur. Þetta er ein leið til að selja fólki vald til að hafa áhrif á umhverfistengd málefni. Hugsið ykkur bara ef 1/100 hver Bandaríkjamaður slær til og gefur elskunni sinni hval eða hrefnu í jólagjöf. Reiknum nú, jú 70 milljón dollara hefði oceana.com eða stofnunin sem stendur að sölu hvala-ættleiðinga-kortanna upp úr krafsinu og getur varið þeim öllum til að vinna gegn hvalveiðum. Að ógleymdu hugarafli 28 milljóna manna gegn hvalveiðum.
Sjáið einnig hvað oceana.com segir um hvalveiðar Íslendinga.

Birt:
8. desember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólagjöfin í ár - Hvala-ættleiðing“, Náttúran.is: 8. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/hvalaaettleiding/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 19. júlí 2008

Skilaboð: