Laugadepla í Reykjadal
Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa lagt til að Reykjadalur og Grændalur og svæðið þar fyrir norðan og að Bitru verði verndað sem friðland.
Svæðið er nr. 752 á Náttúruminjaskrá.
Svæðislýsing:
Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu.
Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar dalsins. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna.
Eignarhald:
Afréttur
Núverandi landnotkun:
Afréttur, beit, útivist
Röskun, ógnir, úrbætur:
Áhugi er á að virkja jarðhita á svæðinu, gildi svæðisins mundi þá minnka, m.a. vegna borstæða og veglagningar. Umferð hrossa getur skaðað gróður svæðisins
Athugasemd: Rétt væri að gera nákvæma gróðurfarsúttekt á svæðinu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Laugadepla í Reykjadal“, Náttúran.is: 25. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/25/laugadepla-i-reykjadal/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.