Í garðinum
Afhverju ekki að bjóðast til að hjálpa mömmu og pabba í garðinum?
Tína rusl, reyta arfa, raka, hjálpa til við að gróðursetja blóm og almennt sjá til þess að vel sé gengið um garðinn.
Þú getur líka rannsakað garðinn þinn, hvað finnurðu þar, hvaða liti sérðu og hvaða hljóð heyrirðu? Sérðu kannski einhver skordýr í garðinum eða fugla í trjánum?
Þú getur einnig safnað allskyns smáhlutum úr náttúrunni eins og spýtum, blómum, greinum, steinum og fleiru og búið til listaverk eða notað það síðar í föndur.
Birt:
15. júní 2007
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Í garðinum“, Náttúran.is: 15. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/24/garinum/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. maí 2007
breytt: 26. janúar 2008