People Tree er vistfræðilegt tískufyrirtæki og brautryðjandi í sanngjörnum viðskiptum.
Vöruúrval People Tree einkennist af fallegum fatnaði og fylgihlutum fyrir konur, karla, krakka og smábörn.
People Tree vörurnar eru búnar til frá A til Ö með umhverfisstaðli í huga og sýna jafnframt fram á að það er mögulegt að klæðast ný tískulegum og spennandi fatnaði á viðráðanlegu verði á sama tíma og borin er virðing fyrir manninum og jörðinni.

People Tree er í samstarfi við 50 Fair Trade hópa í 15 þróunarlöndum og þannig er hægt að hjálpa samfélögum sem minna mega sín til að flþja fátæktina.

Einnig fjármagnar People Tree velferðar- og umhverfisverkefni út um allan heim. Meðal þeirra sem fá styrki eru skólar, spítalar og trjáræktaráform.

    Stefna People Tree:
   • Að borga framleiðendum sanngjarnt verð.
   • Að borga fyrirfram ef þess er þörf.
   • Að koma hefðbundinni kunnáttu á framfæri.
   • Að stuðla að þróun á landsbyggðinni.
   • Að starfa á gagnsæjan hátt.


    Umhverfisstefna People Tree:
   • Að stuðla að náttúrulegum og lífrænum bómullar búskap.
   • Að forðast notkun á eyðileggjandi efnum.
   • Að notast við náttúrulega, endurunna og visthverfa
     undirstöðu.
   • Að endurvinna eins mikið og hægt er.
   • Að vernda vatnsbirgðir og skóga.

Vinnuaðferðir People Tree:
Eins og áður hefur komið fram er People Tree í samstarfi við 50 Fair Trade hópa í 15 þróunarlöndum og þannig er hægt að hjálpa samfélögum sem minna mega sín til að flþja fátæktina. People Tree borgar framleiðendum sanngjarnt verð, býður fyrirframgreiðslur, útvegar tækni- og hönnunaraðstoð og skuldbindur sig til fleirri reglulegra pantana.

Allur People Tree fatnaður er litaður með litunarefni sem er azo-efna frítt.
Notast er við náttúruleg hráefni sem fást á framleiðslustað ásamt því að nota handgerðar endurunnar pappírsvörur, vörur gerðar úr Jute og öðrum umhverfisvænum hráefnum. Forðast er að nota plast- og eiturefni.

Hvar fást People Tree vörur:
People Tree vörurnar fást í yfir 30 Fair Trade og sjálfstæðum fatabúðum í Bretlandi, í Topshop versluninni við Oxford stræti í London og einnig er þeim dreift um Ítalíu, Sviss, Portúgal og bandaríkjunum. Einnig er hægt að panta vörur á vef Peope tree, www.peopletree.co.uk , símleiðis, í bréfi og í gegnum Fax.

                                                           

                             Nánari upplýsingar á vef People Tree, www.peopletree.co.uk

Birt:
25. maí 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „People Tree Fair Trade“, Náttúran.is: 25. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/25/people-tree-fair-trade/ [Skoðað:2. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: