Orð dagsins 2. júlí 2008

Borgaryfirvöld í Peking tóku 300.000 bíla úr umferð í gær. Þarna var um að ræða bíla sem uppfylla ekki mengunarkröfur yfirvalda, og verður notkun þeirra bönnuð til 20. september nk. Tilgangurinn er að draga úr loftmengun og umferðaröngþveiti á meðan 29. sumarólympíuleikarnir standa yfir 8.-24. ágúst nk.

Ýmislegt fleira hefur verið gert í sama tilgangi. Þannig hefur vörubifreiðum, dráttarvélum og öðrum hægfara ökutækjum úr nágrannahéruðum verið meinaður aðgangur að borginni, um helmingi af bílaflota hins opinbera hefur verið lagt og akstur einkabíla með tiltekin skráningarnúmer verður bannaður á vissum dögum eftir 20. júlí.

Með þessu móti vonast yfirvöld til að 45% af 3,29 milljónum bifreiða hverfi af götum borgarinnar og útblástur minnki um 63%. Til að draga úr loftmengun hefur enn fremur verið ákveðið að loka tilteknum verksmiðjum í tvo mánuði frá og með 20. júlí. Allar meiri háttar byggingarframkvæmdir verða sömuleiðis bannaðar á sama tímabili.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
2. júlí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Loftið hreinsað fyrir Ólympíuleikana“, Náttúran.is: 2. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/03/loftio-hreinsao-fyrir-olympiuleikana/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. júlí 2008

Skilaboð: