Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs vinnur nú að mótun heildarsýnar, sem byggist á sérstöðu þjóðgarðsins og sjálfbærri nýtingu hans. Markmiðið er að þjóðgarðurinn geti sem fyrst orðið drifkraftur hagvaxtar á svæðinu þar í kring og á landinu öllu innan ramma nauðsynlegrar verndunar. Stjórn þjóðgarðsins hefur fengið ráðgjafafyrirtækið Alta til liðs við sig. Mikilvægt skref var stigið þann 17. nóvember þegar haldinn var samráðsfundur með ýmsum hagsmunaaðilum sem þjóðgarðinum tengjast. Mikið efni safnaðist á fundinum og má skoða það allt á vefnum www.alta.is/vjokull

Birt:
12. desember 2009
Höfundur:
Alta
Uppruni:
Alta
Tilvitnun:
Alta „Heildarsýn Vatnajökulsþjóðgarðs“, Náttúran.is: 12. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/12/heildarsyn-vatnajokulsthjoogaros/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: