Samverkandi þættir magna eitrunaráhrif
Orð dagsins 5. ágúst 2008
Samverkandi þættir geta magnað upp eitrunaráhrif efna, þótt skammtarnir af efnunum hverju um sig teljist skaðlausir. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð eru truflanir á þroska taugakerfis tíðari í færeyskum börnum en í börnum á Seychelles-eyjum. Báðir hóparnir umgangast metþlkvikasilfur, sem getur skaðað taugakerfið.
Munurinn á hópunum liggur hins vegar í því að í umhverfi færeyskra barna er einnig að finna PCB, sem virðist magna upp hin skaðlegu áhrif umfram það sem vænta má miðað við styrk efnanna.
Lesið grein í tímaritinu Sustainability 25. júlí sl.
Birt:
5. ágúst 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Samverkandi þættir magna eitrunaráhrif“, Náttúran.is: 5. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/07/samverkandi-thaettir-magna-eitrunarahrif/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. ágúst 2008