Orð dagsins 5. ágúst 2008

Samverkandi þættir geta magnað upp eitrunaráhrif efna, þótt skammtarnir af efnunum hverju um sig teljist skaðlausir. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð eru truflanir á þroska taugakerfis tíðari í færeyskum börnum en í börnum á Seychelles-eyjum. Báðir hóparnir umgangast metþlkvikasilfur, sem getur skaðað taugakerfið.

Munurinn á hópunum liggur hins vegar í því að í umhverfi færeyskra barna er einnig að finna PCB, sem virðist magna upp hin skaðlegu áhrif umfram það sem vænta má miðað við styrk efnanna.
Lesið grein í tímaritinu Sustainability 25. júlí sl.

Birt:
5. ágúst 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Samverkandi þættir magna eitrunaráhrif“, Náttúran.is: 5. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/07/samverkandi-thaettir-magna-eitrunarahrif/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. ágúst 2008

Skilaboð: