Rós í hnappagat Hrunamannahrepps frá NSS
Ályktun frá Náttúruverndarsamtökun Suðurlands lögð fram og samþykkt á stjórnarfundi samtakanna þ. 29.06.2007:
"Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna framsýnni stefnumörkun Hrunamannahrepps um skipulag frístundabyggðar sem fram kemur í meginmarkmiðum í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2003-2015. Mikilvægt er að sveitarfélög marki sér skýra stefnu í þessum málum þar sem mikil ásókn er í land undir frístundahúsabyggðir og hætt er við umhverfi, náttúra og ræktunarlönd geti skaðast ef skýr ákvæði um frístundabyggð skortir í aðalskipulagi.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps er því öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar í þessum málum."
Birt:
6. júlí 2007
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Suðurlands „Rós í hnappagat Hrunamannahrepps frá NSS“, Náttúran.is: 6. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/06/rs-hnappagati-fr-nss/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. júlí 2007